Íslenski þjóðbúningurinn, Tímaskjól og veðurvélin

Víðsjá - En podcast av RÚV

Podcast artwork

Kategorier:

Íslenski þjóðbúningurinn á sér langa sögu og ýmsar myndir. Umræðan um hefðir og reglur í kringum notkun þjóðbúninga hefur verið fjölbreytt og raddirnar ólíkar, sumir vilja halda fast í menningararf og hefðir en öðrum finnst mikilvægara að halda menningunni lifandi þannig að hún endurspegli samtímann. Í þættinum veltum við fyrir okkur íslenska þjóðbúningnum og ræðum við þjóðfræðinginn Önnu Kareni Unnsteins, en hán hefur rannsakað hvernig kynbundnar hugmyndir hafa mótað gerð og notkun búninganna og velt fyrir sér hvernig þjóðbúningur framtíðarinnar gæti litið út ef hann endurspeglar fjölbreytileika kynjanna og hinsegin veruleika. Við heyrum af verðlaunabók þar sem fólk getur valið sér tímabil til að dvelja í og umhverfi þar sem því líður best. Nýverið kom út hjá Dimmu íslensk þýðing Vesku A. Jónsdóttur og Zophoníasar O. Jónssonar á skáldsögu búlgarska höfundarins Georgi Gospodinov, Tímaskjóli. Gauti Kristmannsson rýnir í bókina í þætti dagsins. Einnig rifjum við upp innslag frá árinu 2020 þar sem tíðni rigningar á þjóðhátíðardaginn er rannsökuð sem og möguleg lausn við henni; veðurvélin.