Sögur - Nýir ævintýraþættir
Útvarp Krakkarúv - En podcast av RÚV
Kategorier:
Í þessum þætti eins og venjan er á fimmtudögum fjöllum við um sögur. Sögur í allri sinni dýrð. Stórar, smáar, hryllilegar og hressandi. Sögur eru úti um allt. Í dag ætlum við að kynna okkur nýja sjónvarpsþætti sem eru að hefja göngu sína á RÚV og heita einmitt - hvað haldiði! SÖGUR! Fyrsti þáttur er sunnudaginn 12. maí klukkan 17:55. Myndin í rammanum er tekin af tökudegi þáttanna af Ragnari Visage. Sérfræðingur: Sigyn Blöndal Gestir úr Sögum: Lúkas Myrkvi Gunnarsson Sölvi Þór Jörundsson Umsjón: Jóhannes Ólafsson