Sögur - Maxímús Músíkús fer á fjöll

Útvarp Krakkarúv - En podcast av RÚV

Kategorier:

Í dag fjöllum við um nýjasta ævintýrið um músíkmúsina Maxímús Músíkús, en þá fer hann á fjöll ásamt tveimur erlendum músíkmúsum sem spretta uppúr tösku erlends hljómsveitarstjóra. Í þættinum lítum við inn í Hörpu en þann sjötta október síðastliðinn var ævintýrið frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands og sögumanninum Unni Eggertsdóttur. Við heyrum svo í nokkrum áheyrendum eftir sýninguna og hlustum á brot úr sögunni. Viðmælendur: Unnur Eggertsdóttir, leikkona og sögumaður Hildur, 9 ára Ágústa Eva Jónsdóttir, 5 ára Elías Andri Grétarsson, 5 ára Karitas Björg Erlingsdóttir, 10 ára Steinar Stefánsson, 5 ára Freyr Ingólfsson, 7 ára Sævar Rafn Halldórsson, 7 ára Oktavía 6 ára Lesið efni: Brot úr hljóðbókinni „Maxímús Músíkús fer á fjöll“. Lestur: Valur Freyr Einarsson. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir Jóhannes Ólafsson Gestastjórnandi: Anna Margrét Beck, 5 ára