Smásögur - Stóri bróðir

Útvarp Krakkarúv - En podcast av RÚV

Kategorier:

Í þættinum í kvöld ætlum við að hlusta á sögu. Sá dagur er valinn vegna þess að það er fæðingardagur danska rithöfundarins H.C. Andersen. IBBY - alþjóða samtök um barnabókmenntir og barnamenningu standa fyrir deginum. Á hverju ári á þeim degi er ný íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins. IBBY samtökin á Íslandi skipuleggja viðburðinn en það eru rúmlega 40.000 grunnskólanemar sem hlusta á söguna. Höfundur smásögunnar flytur hana í útvarpinu á Rás 1 svo allir landsmenn geta fylgst með. Tilgangurinn er að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins. Með því að flytja söguna fyrir mörg þúsund lesendur í einu er mögulegt að skapa bókmenntaumræðu sem nær til samfélagsins alls. Sagan sem við hlustum á í dag heitir Stóri bróðir eftir Friðrik Erlingsson og var flutt á degi barnabókarinnar árið 2013. Sögumaður: Bergur Þór Ingólfsson Umsjón: Jóhannes Ólafsson