Menningarheimurinn - Sinfóníur
Útvarp Krakkarúv - En podcast av RÚV
Kategorier:
Tónlistarstílasería Útvarps KrakkaRÚV. Rokk, rapp, klassík, jazz, popp og raftónlist... Hvernig hljómsveit er sinfóníuhljómsveit? Hvernig tónlist spilar hún? Hvernig meistari er konsertmeistari? Til hvers er þetta prik sem stjórnandinn sveiflar framan í hljóðfæraleikarana? Hvað eru margir í sinfóníuhljómsveit? Við fáum svör við öllum þessum spurningum og fleirum til í þessum þætti. Við heyrum líka allskonar tónlist sem sinfóníur spila, hittum konsertmeistara Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kynnumst hljóðfærafjölskyldunum. Sérfræðingur þáttarins: Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, fiðluleikari og konsertmeistari Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir