Menningarheimurinn - Jazztónlist
Útvarp Krakkarúv - En podcast av RÚV
Kategorier:
Tónlistarsería Útvarps KrakkaRÚV. Rokk, rapp, klassík, jazz, popp og raftónlist... Hvað er jazztónlist? Hvað þýðir eiginlega að taka sóló yfir standard með compi? Hvenær varð jazztónlist til? Hvað er skattsöngur? Eru jazztónlistarmenn hröðustu tónlistarmenn í heimi? Hver er frægasti jazztónlistarmaður sögunnar? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða jazztónlist. Sérfræðingur þáttarins er Anna Gréta Sigurðardóttir, jazzpíanóleikari Hugleiðingar um jazztónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir