Krakkafréttir vikunnar 10. desember 2018
Útvarp Krakkarúv - En podcast av RÚV
Kategorier:
Farið er yfir það helsta úr Krakkafréttum vikunnar og það sem var efst á baugi skoðað. Rætt er við reynda fréttamenn og sérfræðinga sem útskýra atburði líðandi stundar. Í þessum þætti ætlum við að rifja upp helstu fréttir vikunnar. Við fjöllum um árangur íslenskra krakka á stórri hönnunarkeppni í Noregi, segjum frá Fullveldishátíðinni, fræðumst um stjörnumyndun í alheiminum og fáum bókaumfjallanir í Krakka-kiljunni. Umsjón: Jóhannes Ólafsson