Vill varnargarð við Svartsengi. Ofbeldi á Vesturbakka. Fjármál borgar.
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
7.nóvember 2023 Ef það fer að gjósa við orkuverið í Svartsengi stefnir HS Orka að því að sprauta niðurdælingarvatni á hraunjaðra til að hægja á hraunrennsli og nýta efni úr hól í næsta nágrenni í bráðavarnargarð. Það er að segja ef hraun ógnar orkuverinu. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri framleiðslu telur æskilegt að reistur verði varanlegur varnargarður við virkjunina. Á sama tíma og hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gazasvæðinu eru látlausar færist ofbeldi ísraelskra landtökumanna gegn íbúum á Vesturbakkanum stöðugt í aukana. Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af þessu eins og Antony Blinken utanríkisráðherra kom inn á í síðustu heimsókn sinni til Ísraels. Halli á rekstri Reykjavíkurborgar ár verður tæpir 5 milljarðar. Þrátt fyrir halla eru Samfylkingarmaðurinn Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri ánægðir þar sem gert var ráð fyrir meiri halla og hallinn í fyrra var mikill tæpir 16 milljarðar. Á næsta ári er stefnt á að koma út í plús. Rætt er við Hildi Björnsdóttur leiðtoga Sjálfstæðismanna Einar og Dag. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.