Varnir Norðurlanda, þróun og stjórnsýsla í skólamálum
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að NATÓ ríkin fái bætt aðgengi að loftrými Norðurlandanna til aðgerða og æfinga. Þetta segir Jónas Gunnar Allansson skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í viðtali við Ragnhildi Thorlacius. Skólaþjónusta hefur þróast hægt á Íslandi síðustu áratugi. Pólitískur óstöðugleiki hefur þar mikið að segja. Sigríður Margrét Sigurðardóttir, doktor í menntavísindum, rannsakaði menntaforystu á sveitarstjórnastigi í doktorsritgerð sinni. Í viðtali við Evu Björk Benediktsdóttur segir Sigríður gæði skólaþjónustunnar ekki fara eftir stærð sveitarfélaga, heldur hafi skortur á stefnumótun og óstöðugleiki meiri áhrif. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason