Truflanir í tölvukerfum heimsins og ófrjósemisaðgerðum fjölgar í Bandaríkjunum
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Það var ringulreið á flugvöllum heimsins, mörgum hverjum, í dag, raðirnar hlykkjuðust um og biðin var löng; um miðjan dag var búið að aflýsa á annað þúsund flugferðum sem og fjölda skurðaðgerða, truflun varð á sjúkrahúsum, í fjármálastarfsemi og hjá fjölmiðlum vegna galla í hugbúnaðaruppfærslu frá fyrirtækinu Crowdstrike sem hafði svo áhrif á stýrikerfi frá Microsoft. Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að áhrifin hér hafi ekki verið víðtæk en vissulega bregði mönnum við slíkar fréttir. Ófrjósemisaðgerðum á ungum Bandaríkjamönnum hefur snarfjölgað frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri niðurstöðu sinni í hinu víðfræga máli Roe gegn Wade, og felldi úr gildi stjórnarskrárvarin réttindi kvenna til þungunarrofs. Ragnhildur Thorlacius segir frá.