Stuðningur vegna launagreiðslna í Grindavík, Gaza og COP28
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
29. nóvember 2023 Í vikunni samþykkti Alþingi einróma frumvarp stuðning vegna launa fólks sem starfar í Grindavík. Stuðningurinn getur numið allt að 633 þúsund krónum á mánuði auk framlags í lífeyrissjóð og gildir út febrúar. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur segir töluvert um að fólk hringi á skrifstofuna í leit að svörum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að í næstu viku geti einstaklingar sótt um stuðning og fyrirtæki um miðjan desember. Samningamenn frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa í dag keppst við að ná samkomulagi um að lengja vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir botni Miðjarðarhafs. Fjölmiðlar höfðu síðdegis eftir utanríkisráðherra Katars að jákvæð niðurstaða væri á næsta leiti. Íslensk stjórnvöld skoða með nágrannaþjóðum hvort og hvernig þau taka þátt i fjármögnun loftslagshamfarasjóðs, sem fjallað verður um á COP 28 sem hefst á morgun. Þetta kom fram í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar loftslagsráðherra til Alþingis. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.