Símtal frá ömmu eða ráðherrra, Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir vill verða formaður og stjórnarkreppa í Noregi
Spegillinn - En podcast av RÚV
Kategorier:
Er það frétt ef amma hringir í framhaldsskóla og grennslast fyrir um skó barnabarns síns? Já, ef amman er ráðherra og vísar til þess í samtalinu. En getur ráðherra einhvern tímann kastað af sér skikkju valdsins og orðið bara amma í leit að týndum skóm? Það er mánuður í landsfund Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varð í gær fyrst til að lýsa því yfir að hún vildi verða formaður, hverjar yrðu hennar áherslur verði hún formaður. Norska ríkisstjórnin féll ekki í dag. Það er kom mönnum á óvart eftir yfirlýsingar síðustu daga. Enn á að reyna að ná sátt um orkupakka Evrópusambandsins. En af hverju ekki að rjúfa þing og boða til kosninga? Það má ekki samkvæmt stjórnarskrá landsins.