Samningar í augsýn en mikið veltur á þætti þess opinbera, þurrkar á Spáni og örorkulífeyriskerfið
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
26. febrúar 2024 Kjarasamningar fyrir stóran hluta vinnumarkaðarins eru í augsýn, launaliðurinn er sagður í höfn og talað um að samið verði til fjögurra ára og tvisvar á þeim tíma verði hægt að segja upp eða endurskoða samninginn ef verðbólga fer fram úr ákveðnum viðmiðum, enn er óvíst hver verður þáttur þess opinbera sem skiptir æ meira máli. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur telur jákvætt að ekki sé rætt um að tengja samninga við vaxtaákvarðanir. Neyðarástand vofir yfir á Spáni vegna þurrka, vatn er skammtað í Barselóna þar sem þegar hefur verið lýst yfir neyðarástandi og búist er við slíkum yfirlýsingum á Tenerife í lok vikunnar. Margt er jákvætt í boðuðum breytingum á örorkulífeyriskerfinu segir formaður Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Breytingarnar geti gagnast hópi sem áður hafi fallið á milli kerfa en grunnlífeyrinn þurfi að hækka.