Óttast intifada, Breivik vill pennavin, Ása og dvergvetrarbrautirnar
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Bandarísk stjórnvöld halda áfram að þrýsta á ráðamenn í Ísrael að koma í veg fyrir frekara mannfall almennra borgara á Gaza. Umleitanir þeirra hafa verið eins og að stökkva vatni á gæs. Stjórnvöld í Ísrael hafa verið vöruð við að uppreisn eða intifada kunni að vera að brjótast út á Vesturbakkanum. Hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Bering Breivík er einmana í einangrunarvist sinni. Hann hefur kært norska ríkið og vill eignast pennavin og komast á Tinder. Ása Skúladóttir, stjarneðlisfræðingur við háskólann í Flórens á Ítalíu, leitar upphafsins í dvergvetrarbrautum. Hún hefur fengið til rannsóknanna úthlutað 520 þúsund ljósleiðaraklukkustundum í sjónauka í Chile og veglegan styrk til að ráða fleiri vísindamenn til að vinna úr gögnunum sem berast allt til 2029. Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmunsson.