Ópíóíðafaraldur og framtíð rammaáætlunar
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Heilbrigðisráðherra segir góðar ábendingar í nýrri úttekt ríkisendurskoðunar um ópíóíðavandann sem beri að taka alvarlega. Stjórnvöld verði að gera betur í þessum málaflokki í heild og ráðuneytið gangist við því að vera í forystuhlutverki í baráttunni við fíknivandann. Pétur Magnússon ræðir við Willum Þór Þórsson um úttektina og hvað stjórnvöld eru að gera. Vinna er hafin við fimmta áfanga - eða fjórðu endurskoðun - verndar- og orkunýtingaráætlunar, sem í daglegu tali kallast rammaáætlun. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur skipað þriggja manna starfshóp til að skoða og gera tillögur þar að lútandi, og er hópnum uppálagt að leggja sérstaka áherslu á að auka skilvirkni í kerfinu í heild og einföldun regluverks. Blásið var til málstofu um framtíð rammaáætlunar af þessu tilefni. Á meðal frummælenda þar var Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Af máli hennar að dæma, er hún ekki beint upprifin yfir þessari boðuðu allsherjarendurskoðun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hana.