Nýorka toppar jarðefnaeldsneyti í ESB, klukkuþreyta og svefnmynstur ungmenna
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Orkuskipti eru forsenda þess að Evrópusambandið - og Ísland reyndar líka - nái loftslagsmarkmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Þótt nokkuð vanti upp á að þessi umskipti gangi nógu hratt fyrir sig hefur góður árangur náðst á síðustu misserum og fyrstu sex mánuðir þessa árs voru fyrsta hálfa almanaksárið, þar sem meira var notað af vind- og sólarorku heldur en jarðefnaeldsneyti við framleiðslu á rafmagni, í Evrópusambandinu sem heild. Ævar Örn Jósepsson rýnir í nýja skýrslu um orkuskipti og þróun orkumála á meginlandi Evrópu. Stærstur hluti ungmenna nær ekki ráðlögðum nætursvefni fyrir sinn aldur samkvæmt nýrri svefnrannsókn. Aðeins um 15% ungmenna teljast vera nátthrafnar eða morgunhanar en restin flokkast sem blönduð týpa. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við Ingibjörgu Magnúsdóttur, sem stóð að rannsókninni. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason