Landris við Svartsengi, samningafundur, dauðaslys í umferðinni í Noregi, Ísrael sakað um þjóðarmorð.
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Veðurstofa metur aukna hættu á að sprungur opnist í Grindavík. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðing og fagstjóra aflögunnarmælinga. Fulltrúar Samninganefndar samtaka Atinnulífisins og fylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hittust á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Ekki dró til tíðinda, en boðað var til annars fundar daginn eftir. Pétur Magnússon ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra atvinnulífsins, og Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins. Dauðaslysum fjölgar í umferðinni í Noregi vegna þess að tæknin í nýjum bílum er orðin flóknari en svo að margir ökumenn ráði við hana. Gísli Kristjánsson sagði frá. Málflutningur hefur farið fram í gær og í dag fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, þar sem tekin er fyrir kæra Suður-Afríku á hendur Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum. Ásgeir Tómasson sagði frá.