Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Gaza, Imran Khan dæmdur í fangelsi á ný
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Fjölmargir þeirra sem leita á sjúkrahús í Rafah missa útlim, að sögn Elínar Oddsdóttur skurðhjúkrunarfræðings sem er nýkomin frá Gaza. Hún hefur starfað þar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins. Alvarleg brunasár eru algeng. Allir sjúkrahúsgangar eru fullir af fólki sem hreinlega býr þar því það hefur á engan stað að fara, segir hún. Rætt er við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um ákvörðun Bjarna um að frysta greiðslur til UNRAW á meðan rannsakað er hvort nokkrir starfsmenn hjálparsamtakanna hafi átt þátt í hryðjuverkaárás á Ísrael í október. Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ljóstrað upp um ríkisleyndarmál. Hann afplánar þegar þriggja ára dóm fyrir spillingu og á á annað hundrað ákærur yfir höfði sér.