Þingið framundan og sænsk börn sem sprengja sprengjur
Spegillinn - En podcast av RÚV
Kategorier:
Guðmundur Ari Sigurjónsson og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins - tókust á um hvað er framundan. Það má kannski segja að forsmekkurinn að þingvetrinum hafi fengist í gær þegar deilt var um hver ætti að fá hvaða herbergi í þinghúsinu; skrifstofustjóri Alþingis er búinn að kveða upp sinn dóm, Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu herbergi en málinu virðist hvergi nærri lokið. Undanfarið hafa dunið sprengingar í Svíþjóð nær daglega. Í janúarmánuði einum hefur verið sprengt rúmlega þrjátíu sinnum við íbúðarhús og verslanir og flestar eru sprengingarnar í suðurhluta Stokkhólms. Lögreglan segir ástandið mjög alvarlegt og það takmarkist ekki aðeins við Stokkhólm.