Gæti gosið reglulega, hiti og rafmagn í Grindavík, varnargarðar og hraun, andleg líðan
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Spegillinn er tileinkaður Grindavík. Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði segir að enn streymi kvika inn í Svartsengi og það geti gosið reglulega á þeim slóðum. Heitavatnslögnin til Grindavíkur skemmdist í gosinu, heitavatnslaust er í bænum, en rafmagn er komið á í vesturhluta bæjarins, í bili að minnsta kosti. Það á að skoða hvort hækka þurfi varnargarðana við bæinn, því hraun rann upp að þeim og meðfram. Ef hraun rennur á ný þarf því minna til að það komist yfir garðana. Inga Guðlaug Helgadóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr í götunni sem hraun rann inn í í gær. Hún segir að engann Grindvíking hafi órað fyrir því í raun og veru að það myndi gjósa svona nálægt þeim.