Gaza, Palestína og Persaflóaríki, raforka á Vestfjörðum
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
31. janúar 2024 Meira en helmingur bygginga á Gaza hafa skemmst eða verið jafnaðar við jörðu frá því að stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas braust út í haust. Nákvæmur samanburður á gervihnattarmyndum af landshlutanum 12. október til 29. janúar leiðir þetta í ljós, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá á fréttavef sínum. Ásgeir Tómasson tók saman. Algjört þrot blasir við UNRWA, flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Palestínu, ef nokkur lykilríki á Vesturlöndum frysta framlög sín til stofnunarinnar til langframa. Og þá spyrja margir: Hvar eru hin vellríku og öflugu Arabaríki við Persaflóann þegar á reynir? Rætt við Magnús Þorkel Bernharðsson. Lítil orkuframleiðsla, takmörkuð flutningsgeta og annmarkar á dreifikerfi rafmagns gera Vestfirðingum erfitt fyrir að taka þátt í boðuðum orkuskiptum landsins. Einn virkjanakostur sem gæti leyst stóran hluta vandans ylli jafnframt miklu raski í Vatnsfirði, þar sem hefur verið friðland í fimmtíu ár. Gréta Sigríður Einarsdóttir ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra, Elías Jónatansson, orkubússtjóra og Gísla Má Gíslason prófessor í vatnalíffræði. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon