Fjármálaráðuneytið borgaði án þess að skoða skráningu flokka og Grænland og vestnorræna ráðið

Spegillinn - En podcast av RÚV

Kategorier:

Fjármálaráðuneytið kannaði ekki hvort þeir flokkar sem áttu rétt á framlagi úr ríkissjóði væru skráðir á stjórnmálaskrá ríkisskattstjóra. Ráðuneytið kallar þetta misbrest á verklagi sem bætt hafi verið úr. Ríkisendurskoðandi hvetur til þess að lögin verði tekin til endurskoðunar. Forsætisráðherra Danmerkur fór víða um Evrópu í dag til að treysta samstöðu með bandamönnum sínum og fáum duldist að það væri vegna togstreitu við Bandaríkjaforseta vegna Grænlands. Vestnorræna ráðið ályktaði nýlega um stuðning við Grænland og að Grænlendingar ráði framtíð sinni sjálfir.