Fer Katrín fram eða ekki? Spennan í mið-austurlöndum eykst enn, stórhuga hugmyndir um Hóla
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Fer hún fram eða ekki? Hrekkur hún eða stekkur? Hvenær segir hún af eða á? Stjórnmálastéttin og ekki síður þeir sem stefna á forsetaframboð bíða þess í ofvæni að forsætisráðherra tilkynni hvort hún ætlar sjálf fram. Spáð var í spilin með Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda, segir spennuna á svæðinu hafa aukist til muna eftir árás Ísraelshers á ræðismannaskrifstofu Írans í Sýrlandi. Þótt íranskir ráðamenn segi að árásinni verði svarað sé óvíst hvernig það verði gert. Komnar eru fram stórhuga hugmyndir um endurreisn þjóðmenningarseturs á Hólum í Hjaltadal. En til að það gangi eftir vilja heimamenn nyrðra að eigandi Hólastaðar, íslenska ríkið, komi enn frekar að málum. Staðarhald Hólastaðar er í lausu lofti eftir að grein um slíka ábyrgð var tekin út úr starfsreglum Háskólans á Hólum.