Eiríkur Ingi Jóhannsson, Pétur Jökull ákærður fyrir 100 kg kókaínsmygl, sýndarveruleiki í dómsal
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Rætt er við Eirík Ingi Jóhannsson, forsetaframbjóðanda. Pétur Jökull Jónasson, 45 ára gamall Íslendingur, hefur verið ákærður fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins, í timbursendingu fyrir tveimur árum. Fjórir hlutu þunga dóma vegna málsins. Það getur valdið þolendum miklum kvíða að mæta gerendum sínum fyrir dómi. Nemendur í tölvunarfræði hafa hannað dómsal í sýndarveruleika sem líkir eftir einum af sölum hérðasdóms. Þannig getur fólk búið sig undir að mæta gerendum augliti til auglitis.