Áhyggjur af stigmögnun hefndaraðgerða, stress út af málvillum
Spegillinn - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts122/v4/9c/83/28/9c8328d3-4bb4-05d5-b119-6ad22ff14898/mza_16579428763581188477.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Reglulegar hnífstungur, bensínsprengjur og skotárásir. Á undanförnum misserum hefur alvarlegum ofbeldisverkum fjölgað hérlendis. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að upp undir 15 skipulögð glæpasamtök starfi hér á landi Hún vill ekki tala um gengi eða gengjastríð í sambandi við skotárásina í Úlfársárdal á dögunum, heldur að hópar séu í átökum og svo stigmagnist átökin og hefndaraðgerðir. Slæm málfræði, málvillur og ambögur hvers konar geta framkallað líkamleg streituviðbrögð hjá þeim sem fyrir þeim verða, samkvæmt rannsókn tveggja prófessora við Birminghamháskóla í Englandi... eða er það á Englandi?