Menn ársins hjá TIME, jólapistill Stefáns Gíslasonar og réttindaskóli UNICEF

Samfélagið - En podcast av RÚV

Podcast artwork

TIME-tímaritið, bandaríska, valdi nýlega forstjóra tæknirisa sem menn ársins. Ekki einn mann heldur hóp tæknileiðtoga sem standa að hraðri þróun gervigreindar. Gervigreindarakríktektarnir, eins og þeir eru titlaðir hjá TIME. Við setjumst niður með Eyrúnu Magnúsdóttur, gervigreindarfréttaritara Samfélagsins, til að velta fyrir okkur hvort þetta séu hetjur eða skúrkar. Við fáum líka hinn árlega jólapistil Stefáns Gíslasonar, umhverfisstjórnunarfræðings og pistlahöfundar Samfélagsins. Hann fer yfir það helsta sem hafa þarf í huga fyrir hátíðarnar, eins og honum einum er lagið. Réttindaskóli og frístund UNICEF er alþjóðlegt verkefni sem hefur verið starfrækt á Íslandi frá árinu 2016. Í réttindaskóla og frístund UNICEF er allt starf skóla og frístundar miðað við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skólar sem taka þátt í verkefninu skuldbinda sig til að gera barnasáttmálann að leiðandi stefi í öllu sínu starfi. Unnur Helga Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF, segir okkur allt um réttindaskólann og mikilvægi barnasáttmálans. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon Tónlist þáttarins: Leonard Cohen - Sisters of mercy GDRN - Úti er alltaf að snjóa Fred Neil - Other side to this life