Undanþágur í Kyoto og bændur sprengja stíflu
Þræðir - En podcast av RÚV

Kategorier:
Í sjötta þætti Þráða ræðum við loftslagsmál og náttúruvernd í nútíð og framtíð. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, ræða breytingar sem orðið hafa á loforðum og viðhorfum til loftslagsmála. Þá fjöllum við um Laxárdeiluna svokölluðu, þar sem tekist var á um hvort varðveita skyldi Mývatns- og Laxársvæðið eða virkja það til raforkuframleiðslu. Bændur gripu til þess afdrifaríka ráðs í ágústmánuði árið 1970 að nota dýnamít til að sprengja stíflu á svæðinu. Við ræðum við Jón Benediktsson, bónda, sem tók þátt í aðgerðunum, en einnig við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, um róttækar aðgerðir í náttúruvernd hér á landi. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson