HM '98 og stórsigur á Austur-Þýskalandi

Þræðir - En podcast av RÚV

Eftir sléttan mánuð fer fram heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla og verður mótið í þetta skiptið haldið í Katar, sem hefur verið umdeilt svo vægt sé til orða tekið. Við förum því aftur til ársins 1998 og heimsmeistaramótsins það ár sem fram fór í Frakklandi og hlustum á klippu úr þættinum "Vinkill: Er líf eftir HM" sem kom út það ár í umsjá Kristínar Ólafsdóttur, þar sem rætt er við fótboltabullur á öldurhúsum bæjarins og setjum mótið í samhengi með Þórólfi Þórlindssyni prófessor emerítus sem var einmitt viðmælandi í þættinum fyrir aldarfjórðungi. Ekki nóg með það, þá rifjum við upp sögulegan sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á því austur-þýska árið 1975 með Herði Hilmarssyni sem spilaði leikinn. Umsjón: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson