7. Rauða borðið, 26. mars

Rauða borðið - En podcast av Gunnar Smári Egilsson

Podcast artwork

Við Rauða borið ræðir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um áfallið sem er að ríða yfir sveitarfélagið, þar var atvinnuleysið þegar orðið rétt um 10% fyrir kreppu og gæti mögulega slegið í 20%, 30% eftir áhrif kórónavírusins á ferðaþjónustuna; Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, ræðir um hvernig sveitarfélögin gleymdust í aðgerðum ríkisvaldsins og hvernig borgin getur stutt þau sem standa verst og eru viðkvæmust fyrir kreppunni; Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður, ræðir um hvernig fjölmiðlar eru að standa sig gagnvart faraldrinum og kreppunni sem eltir hann og í lokin kynnir Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, nýjan þátt á Samstöðinni; Morgunþátt Miðjunnar.