Myndskreytt sögustund Myrka Íslands
Myrka Ísland - En podcast av Sigrún Elíasdóttir
Enn einn aukaþátturinn á meðan beðið er eftir að þriðja sería fari í vinnslu. Þátturinn tengist myndlistarsýningu sem verður á ferðinni um Vesturland 2021 þar sem sýndar eru myndir sem gerðar voru fyrir kynningar á þáttunum. Við rifjum upp gamlar sögur og heyrum einhverjar nýjar líka. Anna Dröfn var því miður í veikindaleyfi en Sigrún fékk góðan gest í spjall, Sigurstein Sigurðsson arkitekt. Þáttinn er hægt að sjá í mynd á youtube rás Kvikborg eða með því að slá inn Myrka Ísland.