ÁLFkonur, Berjadagar og Prjónagleði

Mannlegi þátturinn - En podcast av RÚV

Podcast artwork

ÁLFkonur er félagsskapur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli og hefur starfað saman sem hópur frá árinu 2010. Þær hafa haldið fjölmargar ljósmyndasýningar víða um Akureyri, Eyjafjörð, á Húsavík og í Edinborg Skotlandi. Í þrettánda sinn bjóða ÁLFkonur, í samvinnu við Lystigarðinn á Akureyri og LYST kaffihús upp á ljósmyndasýningu við útisvæðið og veitingasöluna í garðinum. Við hittum Reyni Gretarsson sem rekur Lyst kaffihús og Ingu Eydal ÁLFkonu, í Lystigarðinum á Akureyri. Við fræddumst svo um Berjadaga, fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer árlega á Ólafsfirði 14.-17.júní. Á hátíðinni er flutt fjölbreytt tónlist í fallegu umhverfi, boðið verður upp á göngur með náttúruskoðun, spjall fræðimana og fleira. Ólöf Sigursveinsdóttir, listrænn stjórnandi Berjadaga og Hrólfur Sæmundsson, barítónsöngvari, sögðu okkur betur frá Berjadögum, dagskránni og sögunni í dag. Næstu helgi fer fram nördalegasta bæjarhátíð landsins, að því er aðstandendur hátíðarinnar segja. Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi í áttunda sinn og það er mikil stemning fyrir hátíðinni, bæði innanbæjar og utan, og alveg klárt að það lifnar rækilega yfir mann- og bæjarlífinu á Blönduósi þessa helgi. Við ræddum við Svanhildi Pálsdóttur, viðburða- og markaðsstjóra Textílmiðstöðvar Íslands í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Efter Skoletid / Fenders (Eyjólfur Kristjánsson) Kaffi tröð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson) Ég lít í anda liðna tíð / Garðar Cortes og Jónas Ingimundarson (Sigvaldi Kaldalóns, texti Halla Eyjólfsdóttir) Gott er að lifa / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR