Að eldast

Lífið eftir vinnu - En podcast av RÚV

Þáttaröð í sjö hlutum þar sem ýmsar hliðar þess að eldast með reisn eru skoðaðar, svo sem fjármál og ólík búsetuform. Í þessum fimmta þætti er einkum fjallað um stöðu heilabilaðra og aðstandenda þeirra. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir Viðmælendur: Alma Möller landlæknir, Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala, Helga Atladóttir er hjúkrunardeildarstjóri á Landakoti, Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri SELMU, Pálmi V Jónsson öldrunarlæknir, Ragnhildur Guðmundsdóttir aðstandandi konu með heilabilunarsjúkdóm og Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands.