Samtal við samfélagið – Tveir kólerufaraldrar í Gínea-Bissá
Hlaðvarp Heimildarinnar - En podcast av Heimildin
Gestur Kjartans í þætti vikunnar eru hjónin Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði, og Geir Gunnlaugsson, læknir og prófessor í hnattrænni heilsu, en þau hafa unnið um áratugaskeið að rannsóknum í Gínea-Bissá. Þau hjónin segja okkur frá lífi og starfi sínu í Gínea-Bissá, af hverju það atvikaðist að þau ákváðu að ílengjast þar, og hvernig það er að upplifa kólerufaraldur.
