Er friðurinn úti? – 1. þáttur: Hvað er friður/ófriður?

Hlaðvarp Heimildarinnar - En podcast av Heimildin

Podcast artwork

Hvað er friður? Hvernig tengist hugtakið okkur sem einstaklingum og hvaða merkingu leggjum við í það hér á Íslandi? Hvernig tengist friður umræðu um ofbeldi og mismunun? Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Guðrúnu Sif Friðriksdóttur, doktor í mannfræði, Stefán Pálsson, sagnfræðing og Jökul Inga Þorvaldsson, ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði barna og ungmenna, um frið og ófrið hér heima og að heiman. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum, flytur pistil um frið og réttlæti í lok þáttar. Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið. Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.