Eitt og annað ... einkum danskt – Endurkoma smurbrauðsins – 25.07.2021
Hlaðvarp Heimildarinnar - En podcast av Heimildin
Borgþór Arngrímsson hefur skrifað pistla fyrir Kjarnann frá árdögum miðilsins. Pistlar hans njóta mikilla vinsælda hjá lesendum, fjallað er um eitt og annað og oftar en ekki hefur efniviðurinn einhverja tengingu við Danmörku. Borgþór hefur nú lesið valda pistla sem birtir verða sem hlaðvarpsþættir í Hlaðvarpi Kjarnans undir yfirskriftinni Eitt og annað ...einkum danskt. Sjötti þátturinn fjallar um endurkomu smurbrauðsins.
