Þáttur 29 - Helgaspjallið 3.0 - Birgitta Haukdal

Helgaspjallið - En podcast av Helgi Ómars

Podcast artwork

Hin eina sanna Birgitta Haukdal. Hana þarf ekki að kynna en hún hefur verið idolið mitt frá því ég var lítill og forvitni mín fær svo sannarlega að njóta sín í þessum þætti. Við ræðum fyrst og fremst tímalínuna, hvaðan ferillinn byrjaði og keyrslan sem fylgdi lífinu á Írafár tímanum. Að sjálfssögðu spyr ég hana um Eurovision. Hvað tók við eftir Írafár? Hvernig var að búa í Barcelóna og hvernig fótaði hún sig þar eftir 10 ára keyrslu í bransanum. Við tölum um þakklætið, erfiðu og lærdómsríku tímana ásamt íkonísku tónleikana í Hörpunni og allt bæði fyrir og eftir. Við fórum út um víðan völl í þessum þætti og með einlægni að leiðarljósi kemur hún einnig með ótrúlega fræðandi mola og veitir innblástur með orðum sínum í gegnum spjallið. Instagram: @birgittahaukdal @helgiomarsson trendnet.is/helgiomarsson Þessi þáttur er í boði Smáralindar - Tónlist er eftir Arnar Boga Ómarsson / Boji á Spotify Logo-ið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur -