Niðurtalningin - HK ætlar að fara Framleiðina
Fotbolti.net - En podcast av Fotbolti.net

Kategorier:
Tvær vikur í Íslandsmót og tími til kominn að hita almennilega upp fyrir Bestu deildina. HK er spáð 12. sætinu í sumar og til þess að ræða málefni HK voru stuðningsmennirnir Andri Már Eggertsson og Árni Þórður Randversson. Einhverjir kannast við Andra (@nablinn) frá Stöð 2 Sport þar sem hann tekur reglulega viðtöl í kringum íþróttakappleiki. Árni er svo einn af þáttarstjórnendum Punkts og basta þáttarins - hlaðvarpsþáttur sem fjallar um ítalska boltann. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, var þá á línunni frá Spáni, þar er HK-liðið í æfingaferð þessa dagana. HK-ingarnir voru duglegir að tala um Framleiðina, vera spáð neðsta sæti eins og Fram í fyrra en halda svo sæti sínu í deildinni.