Niðurtalningin - Allt fyrir neðan fyrsta sæti er vonbrigði
Fotbolti.net - En podcast av Fotbolti.net

Kategorier:
Besta deildin byrjar að rúlla næsta mánudag og upphitun okkar er í fullum gangi. KR er spáð fimmta sæti deildarinnar í spá Fótbolta.net fyrir mótið. Atli Jónasson, fyrrum markvörður KR, var gestur á skrifstofu .net í dag og fór yfir stöðuna hjá félaginu. Árangurinn var ekki góður hjá karlaliði KR í körfuboltanum í vetur og því eru miklar vonir bundnar við fótboltann í sumar. Þá var Aron Þórður Albertsson, leikmaður KR, á línunni eftir æfingaleik liðsins við Fram í kvöld. Það var síðasti undirbúningsleikur KR fyrir mót.