Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Fotbolti.net - En podcast av Fotbolti.net
Kategorier:
Diljá Ýr Zomers átti sinn besta landsleik til þessa þegar Ísland vann 3-0 sigur gegn Póllandi síðasta föstudag. Hún var frábær á kantinum og skoraði annað mark íslenska liðsins í leiknum. Um var að ræða annað markið sem Diljá gerir í ellefu A-landsleikjum, en hún spilaði sinn fyrsta landsleik á síðasta ári og hefur síðan þá unnið sér sæti í byrjunarliðinu. Diljá, sem hefur átt magnað tímabil með Leuven í Belgíu, hefur ekki alltaf fengið traustið á ferli sínum og fyrir ekki svo mörgum árum síðan var hún nálægt því að hætta í fótbolta. En í staðinn breyttist ferill hennar til hins betra á augabragði. Diljá settist niður með fréttamanni Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Hollandi í dag og fór þar aðeins yfir ferilinn til þessa, og sína frekar óhefðbundnu leið í landsliðið.