Kári Árnason - Hareide, KR og Gunnar Vatnhamar
Fotbolti.net - En podcast av Fotbolti.net

Kategorier:
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, er einn af tíu Íslendingum sem nýi landsliðsþjálfarinn Age Hareide hefur þjálfað á sínum ferli. Þeir unnu saman hjá Malmö í Svíþjóð. Kári ræddi um hans kynni af norska þjálfaranum. Hann fór einnig yfir þá ákvörðun að víxla á heimaleikjum við KR. Víkingur spilar heimaleik við KR á mánudag en sá leikur átti upprunalega að fara fram í Vesturbænum. Loks var hann spurður út í kaupin á varnarmanninum Gunnari Vatnhamar í upphafi mánaðar. Skiptir máli að hann sé færeyskur landsliðsmaður?