EM hringborðið - Systurnar fara yfir 16-liða úrslitin

Fotbolti.net - En podcast av Fotbolti.net

Kategorier:

Í gær kláruðust 16-liða úrslitin á Evrópumótinu og er það ljóst núna hvernig átta-liða úrslitin verða. Það var margt áhugavert sem gerðist í 16-liða úrslitunum: Bellingham var ótrúlega lélegur en var samt hetja leiðinlegra Englendinga, Ronaldo grét þegar mikið var eftir, Þjóðverjar fóru áfram eftir VAR-leikinn mikla, Spánverjar eru ofboðslega skemmtilegir og Frakkar eru þéttir til baka. Systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fóru yfir 16-liða úrslitin og framhaldið.