#26 – Allt um rannsóknir flugslysa – Þorkell Ágústsson hjá RNSA

Flugvarpið - En podcast av Jóhannes Bjarni Guðmundsson

Podcast artwork

Fjallað er um flugslysarannsóknir og hvernig þeim er háttað í þætti #26 með Þorkel Ágústssyni rannsóknarstjóra flugsviðs hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Þorkell hefur unnið lengi við flugslysarannsóknir og segir frá sínum störfum, um það hvernig þessar rannsóknir fara fram og hvernig unnið er með niðurstöðurnar. Rannsóknir á atvikum og slysum eru gríðarlega stór þáttur í að viðhalda og auka flugöryggi. Þetta snýst ekki bara um slysin sem komast í fréttirnar heldur líka ýmis atvik sem verða og rata jafnvel aldrei í fjölmiðla. Rannsókn á örsökum slíkra atvika, getur komið í veg fyrir önnur sambærileg atvik og jafnvel mannskæð slys síðar.