#13 – Gerviverktaka = undirboð og ólíðandi meinsemd - Sara Hlín Sigurðardóttir
Flugvarpið - En podcast av Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Sara Hlín Sigurðardóttir er flugstjóri og lögfræðingur sem hefur vakið athygli á meinsemd sem gerviverktaka er í fluginu og reyndar fleiri atvinnugreinum. Hún kallar eftir breytingum þegar flugfélög rísa upp að nýju úr Covid-kreppunni. Að stjórnvöld beiti sér fyrir samfélagslega ábyrgum flugsamgöngum og komi í veg fyrir ójafna samkeppni flugfélaga á grundvelli undirboða á vinnumarkaði.
