#14 Myanmar

Ferðapodcastið - En podcast av Einar Sigurðsson & Ragnar Már Jónsson

Myanmar, land í Suðaustur-Asíu, hefur vakið heimsathygli undanfarin misseri í kjölfar valdaráns herstjórnarinnar þar í landi og virðist ekkert lát vera á borgarlegum átökum og mótmælum sem herinn reynir að bæla niður. Einar og Ragnar fóru á stúfana og rannsökuðu merkilega sögu og pólitíska þróun landsins sem tengjast atburðum líðandi stunda þar í landi. Að auki veltu þeir fyrir sér Myanmar sem áfangastað ferðamanna. Þetta er einstaklega merkilegt og fallegt land en það er spurning hvort eða hvenær verði hægt að ferðast þarna með eðlilegu móti að nýju?