Reykjalundur á krossgötum út af tapi og myglu

Þetta helst - En podcast av RÚV

Podcast artwork

Kategorier:

Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Reykjalundar í Mosfellsbæ, segir að staða Reykjalundar sé erfið. Hallarekstur var upp á 280 milljónir í fyrra. Svana tók við forstjórastarfinu á endurhæfingarstofnuninni í nóvember. Mygla er í húsnæði stofnunarinnar sem í og nærliggjandi íbúðarhúsi fyrir sjúklinga og starfsmenn. Þessi mygla hefur haft slæm áhrif á bæði starfsmenn og eins sjúklinga á Reykjalundi. SÍBS hefur ekki lengur efni á að reka húsnæðið og kallar Svana eftir greiðslum frá ríkinu til þess. Talsverður kurr hefur verið meðal starfsmanna Reykjalundur vegna stöðu félagsins og uppsagna hjá félaginu. Hver er staða Reykjalundar? Svana Helen Björnsdóttir svarar því. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson