Morðin í Field's í Kaupmannahöfn
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Þrjú eru látin og fjögur liggja alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir að ungur, danskur maður hóf skothríð með riffli í Fields-verslurnarmiðstöðinni frægu. Lögreglan telur manninn hafa verið einan að verki, en viðbúnaðarstig í borginni hefur verið hækkað, viðburðum aflýst og fólk er beðið um að hafa varann á. Tvö sem dóu voru einungis sautján ára gömul, sá þriðji var á sextugsaldri. Morðinginn birti óhugnanleg myndskeið á youtube daginn fyrir árásina og er sagður eiga sögu innan geðheilbrigðiskerfisins. Hann er leiddur fyrir dómara í dag og krefst ákæruvaldið gæsluvarðhalds yfir honum. Við förum yfir atburðarrásina í Þetta helst.