Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður ríkra?
Þetta helst - En podcast av RÚV
![](https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts112/v4/e2/25/0c/e2250cd9-6ac9-49d7-89dc-ea861c73f14c/mza_10287938585269986150.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorier:
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef eigendur, eða leigjendur, einkaþotnanna vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald - það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. En einkaþotustöðumælagjaldið á Íslandi er miklu, miklu lægra heldur en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Borgarfulltrúi VG vill þessar þotur burt af vellinum, þær eru mengandi og valda ónæði. Bandarískir markaðssérfræðingar segja einkaþotumarkaðinn sjóðheitan - það hafa aldrei fleiri slíkar þotur verið í umferð og nú - og færri komast um borð en vilja. Notaðar þotur eru meira að segja farnar að rokseljast. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta sem hefur aldrei verið jafn vinsæll.