Síðasta Íslandstengda hrunmálið í heiminum

Þetta helst - En podcast av RÚV

Podcast artwork

Kategorier:

Í vikunni kom niðurstaða í síðasta Íslandstengda hrunmálið í heiminum. Þetta er Lindsor-málið svokallaða í Lúxemborg. Rætt er við Ólaf Hauksson héraðssaksóknara um þetta. Síðasta hrunmálið á Íslandi var klárað árið 2021. En hvað er með annars konar uppgjör við efnahagshrunið 2008? Steinþór Gunnarsson verðbréfamiðlari var dæmdur fyrir lögbrot í Landsbanka Íslands en fékk mál sitt endurupptekið og var á endanum sýknaður. Hann hefur krafið íslenska ríkið um bætur og vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka rannsóknirnar á bankahruninu. Rætt er við Steinþór um þetta. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson