5. Andri - 2 börn

10 í útvíkkun - En podcast av Podcaststöðin

Kategorier:

Hann heitir Andri og er tveggja barna faðir. Dóttir hans er 10 ára og strákurinn 5 ára. Andri segir okkur frá því á skemmtilegan hátt hvernig hann upplifði fæðingar barnanna sinna og  sagðist hafa fundið fyrir mikilli berskjöldun og vitnar þar í tilfinningahlutann í fæðingunni. Hann segir magnað að vera í þessu hlutverki en auðvitað misjafnt eftir því hvort var talað um fyrri fæðinguna eða seinni. Í fyrri fæðingunni var hann ungur, vissi lítið út í hvað hann væri að fara og segir okkur svo frá skemmtilegri sögu sem átti sér stað í upphafi fæðingarinnar. Í seinni fæðingunni sagðist hann búa yfir reynslunni og sagði það muna miklu að þekkja þetta ferli en mælti þó ekki með því að fara í fæðingu og vera illa sofinn. Spurning hvað hann eigi við með þessu :)  Þátturinn er í boði Dimm og Litla gleðigjafans.