4. María Rut - 2 börn
10 í útvíkkun - En podcast av Podcaststöðin
Kategorier:
Í þessum þætti ræddi ég við Maríu Rut. Hún var 18 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og var gengin rúmar 17 vikur þegar það kom í ljós að hún værir ólétt. Meðgangan gekk vel og hún tókst á við þetta hlutverk með mögnuðum hætti. Til að mynda voru allmargir mættir inná fæðingarstofuna stuttu eftir að litli strákurinn hennar fæddist, eitthvað sem myndi ekki beint viðgangast í dag. Hún og konan hennar, Ingileif, eignuðust svo strák sumarið 2019 og María fer yfir það hvernig hún sem aðstandandi upplifði meðgönguna með konunni sinni og hvernig það var að vera í fæðingunni en hafa upplifað þessa hluti sjálf. Í lokin komum við svo inná hvað það er mikilvægt að mæður treysti á sjálfa sig í stað þess að hlusta á alla aðra í kringum sig. Þátturinn er í boði Dimm og Litla gleðigjafans.